top of page
IMG_3322.JPG

Spurt og svarað

01

Hvað er innifalið í leiguverðinu?

Allur rekstrarkostnaður húsnæðisins er innifalinn í húsaleigunni. Þar með talið hiti, rafmagn, brunaviðvörunarkerfi, öryggiskerfi, eftirlitsmyndakerfi, aðgangsstýringarkerfi og fleira. Húsaleiga hjá Smartgeymslum er undaþegin virðisaukaskatti (VSK).

03

Er lágmark eða hámark á lengd leigutíma?

Eingöngu er leigt í heilum mánuðum, skemmsti leigutími er einn mánuður. Hægt er að taka geymslu á leigu hvaða dag mánaðar sem er og gildir samningurinn þá til sama dags síðasta leigumánaðar, m.ö.o. þá er leigutímabil í heilum mánuði frá hvaða degi sem er. Það er enginn hámarksleigutími.

05

Hvaða greiðslumátar eru í boði?

Við sendum greiðsluseðil í heimabanka. Ef sú greiðsluleið hentar ekki reynum við að koma til móts við þarfir okkar viðskiptavina.

07

Get ég veitt öðrum leyfi/aðgang til að komast í geymsluna?

Þú getur veitt öðrum leyfi eða aðgang að geymslunni en slíkt leyfi þarf að vera skriflegt eða með sannanlegum hætti, annað hvort tekið fram við gerð leigusamnings, eða tilkynnt með tölvupósti frá skráðu netfangi á húsaleigusamningi. Geymslur gæta fyllsta trúnaðar við leigutaka.

09

Er leigan verðtryggð?

Já, leigan fylgir byggingarvísitölu til verðtryggingar.

02

Á hvaða tímum kemst ég í geymslurnar?

Allan sólarhringinn, alla daga ársins.

04

Eru tryggingar innifaldar?

Nei, tryggingar eru ekki innifaldar í húsaleigunni. Við ráðleggjum þér að hafa samband við tryggingafélagið þitt varðandi að tryggja innihald geymslunnar. Hins vegar gerum við hvað við getum til að minnka hættu á tjóni. Við erum með brunavarnarkerfi, þjófavarnarkerfi, eftirlitsmyndavélar með upptöku, vatnslekaviðvörunarkerfi og fleira tengt stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar allan sólarhringinn.

06

Þarf að greiða leigu fyrirfram?

Húsaleigan er greidd fyrirfram. Við gerð mánaðarlegs samnings þarf að greiða fyrsta mánuð og greiðslutryggingu fyrirfram. Margir notfæra sér að gera 6 eða 12 mánaða samning og greiða fyrirfram gegn 10% eða 15% afslætti. Uppsagnarfrestur er að lágmarki 30 dagar og miðast við leigudag samnings. Greiðslutrygging er endurgreidd innan 30 daga eftir lok húsaleigusamnings.

08

Hvað gerist ef ég gleymi að greiða leiguna?

Ef leiga er ekki greidd á eindaga, þá er krafan send til innheimtu. Ef um langvarandi vanskil er að ræða, þá áskilja Smartgeymslur ehf. sér rétt til að banna aðgengi að geymslu, rýma geymsluna og farga þeim munum sem þar eru og/eða leggja hald á þá og selja upp í skuldina og leigja öðrum geymsluna. Rýming af þessu tagi er þó ekki framkvæmd nema eftir margvíslegar aðvaranir. 

Leiguskilmálarnir útskýra þetta atriði og mörg önnur ítarlega. Við hvetjum þig til að kynna þér þá vel áður en þú skrifar undir leigusamning.

bottom of page